Fyrsta flokks myndfundir fyrir alla.

Við endurhönnuðum þjónustuna fyrir örugga, hágæða viðskiptafundi, Google Meet, sem er nú aðgengileg öllum, í öllum tækjum.


Ertu ekki með reikning? Byrjaðu núna

Hetjumynd

Öruggir fundir

Meet notar sömu aðferðir og Google til að vernda persónuupplýsingar þínar og gögn. Meet myndfundir eru dulkóðaðir við flutning og öryggisráðstafanir eru uppfærðar reglulega til að veita aukna vernd.

Öruggir fundir

Fundir hvaðan sem er

Safnaðu öllum hópnum saman í Google Meet þar sem þú getur kynnt viðskiptahugmyndir, unnið með öðrum að efnafræðiverkefni eða einfaldlega spjallað um daginn og veginn.

Fyrirtæki, skólar og aðrar stofnanir geta straumspilað fundi í beinni fyrir allt að 100.000 áhorfendur innan lénsins.

Hvað er Google Meet

Meet í hvaða tæki sem er

Gestir sem fá boð geta tengst myndfundi á netinu úr tölvunni sinni með hvaða vafra sem er — ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað. Í fartækjum er hægt að tengjast úr Google Meet forritinu.

Meet í hvaða tæki sem er

Skýrir fundir

Google Meet aðlagar sig að hraða netsins sem þú notar sem tryggir myndsímtöl í miklum gæðum sama hvar þú ert. Nýjar endurbætur á gervigreind tryggja að símtölin séu skýr jafnvel þótt umhverfið sé það ekki.

Skýrir fundir

Fundir með öllum

Með skjátextum í rauntíma sem eru knúnir af raddgreiningartækni Google verða Google Meet fundir aðgengilegri. Skjátextar í beinni auðvelda öllum að fylgjast með, hvort sem um er að ræða þá sem hafa annað móðurmál, heyrnarskerta þátttakendur eða þá sem eru staddir á hávaðasömu kaffihúsi (eingöngu í boði á ensku).

Fundir með öllum
Haltu sambandi

Haltu sambandi

Einföld áætlanagerð, þægilegar upptökur og stillanlegt útlit hjálpa einstaklingum að halda sambandi.

Deila skjá með þátttakendum

Deildu skjánum með öðrum

Kynntu skjöl, skyggnur og töflureikna með því að sýna allan skjáinn eða aðeins glugga.

Halda fundi

Haltu stóra fundi

Bjóddu allt að 500 innri eða ytri þátttakendum á fund.

Tengdu þig úr símanum

Tengdu þig úr símanum

Notaðu Google Meet forritið til að tengjast myndsímtali eða tengdu þig eingöngu með hljóði með því að hringja í innhringinúmerið í fundarboðinu.

Taktu stjórnina

Taktu stjórnina

Sjálfgefið er að fundir séu lokaðir. Eigendur geta stjórnað því hverjir tengjast fundinum. Aðeins þeir sem eigandi fundarins samþykkir geta tengst.

Útsending viðburða

Senda út innanhússviðburði

Straumspilaðu viðburði á borð við borgarafundi og sölufundi fyrir allt að 100.000 áhorfendur með beinni útsendingu innan lénsins þíns.

Fyrirtæki í fremstu röð treysta Google Meet

Colgate-Palmolive
GANT
BBVA-lógó
Salesforce-lógó
AIRBUS-lógó
Twitter-lógó
Whirlpool
PWC-lógó

Helstu spurningar

Hver er munurinn á Google Hangouts, Hangouts Meet og Google Meet?

Hangouts Meet og Hangouts Chat var breytt í Google Meet og Google Chat í apríl 2020. Árið 2019 tilkynntum við að við myndum flytja alla notendur sígilda Hangouts í nýju Meet og Chat vörurnar. Til að bjóða öllum upp á fyrirtækjavæna myndfundi kynntum við gjaldfrjálsa útgáfu af Google Meet í maí 2020.

Er Google Meet öruggt?

Já. Meet nýtir sér örugga hönnun innviða Google Cloud til að tryggja gagna- og persónuvernd. Þú getur kynnt þér skuldbindingar okkar varðandi persónuvernd, varúðarráðstafanir gegn misnotkun og gagnavernd hér.

Geta utanaðkomandi þátttakendur tengst símtali?

Að sjálfsögðu. Í gjaldfrjálsri útgáfu Google Meet þurfa allir þátttakendur að skrá sig inn á Google reikning til að tengjast. Hægt er að stofna Google reikning með vinnunetfangi eða persónulegu netfangi.

Þegar viðskiptavinir Google Workspace hafa boðað fund geta þeir boðið öllum að tengjast, jafnvel þótt viðkomandi séu ekki með Google reikning. Eingöngu þarf að deila tengli eða fundarauðkenni með þátttakendum.

Hvað kostar Google Meet?

Allir sem eru með Google reikning geta boðað myndfund, boðið allt að 100 þátttakendum og fundað í allt að 60 mínútur á hverjum fundi gjaldfrjálst.

Til að fá viðbótareiginleika á borð við alþjóðleg innhringinúmer, upptökur funda, beinstreymi og kerfisstýringar skal skoða áskriftir og verðskrá.

Renna Google Meet tenglar út?

Hver fundur fær úthlutað einkvæmum fundarkóða og fer gildistíminn eftir Workspace vörunni sem var notuð til að búa til fundinn. Frekari upplýsingar er að finna hér.

Samræmist Google Meet þeim kröfum sem gerðar eru í minni atvinnugrein?

Vörurnar okkar, þar á meðal Google Meet, þurfa reglulega að gangast undir óháð mat á öryggi, persónuvernd og eftirliti með reglufylgni og öðlast tilteknar vottanir, staðfestingar á reglufylgni eða úttektir í samræmi við alþjóðlega staðla. Alþjóðlegan lista yfir vottanir og staðfestingar má finna hér.

Fyrirtækið mitt notar Google Workspace. Af hverju sé ég ekki Google Meet í dagatalinu?

Kerfisstjórar stjórna stillingum Google Workspace, svo sem því hvort Google Meet sé sjálfgefin myndfundalausn í Google dagatali. Farðu í hjálparmiðstöð stjórnenda Google Workspace til að kynna þér hvernig þú getur virkjað Google Meet í fyrirtækinu þínu.